Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 70

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 70
að verulegur munur er ekki sjáanlegur — jafnvel ekki á hundrað ára fresli. Jafndægrahnúturinn er sem sé hreyfanlegur og flyzt hann aftur á bak eftir d)7rahringnum um röskar 50" á ári hverju og að sjálfsögðu gerir hausthnúturinn það líka. Samkvæml þessu fer vorhnúturinn yfir eilt stig á tæpum 72 árum eða allan hringinn (360°) á 25,868 árum. Hann þarf rösk 2155 ár til þess að fara yfir hvert merki dýrahringsins um sig, eða 30°. Flestir hafa heyrt dýrahringinn nefndan. Hinna ýmsu merkja hans eða hluta er getið í almanakinu, þar sem skýrt er frá gangi plánetanna. Dýrahringurinn er breitt belti af fastastjörnuskipunum, sem liggur yfir himininn utan um jörðina. Menn hafa hugsað sér línur dregnar á milli björt- ustu sljarnanna, er móta eins konar myndir í hinum ýmsu hlutum hans og gefið þeim nafn eftir myndum þess- um t. d. hrútur, naut, tviburi o. s. frv. Stjörnufræðingar nota þessi merki, til þess að gefa til kynna, hvar þá og þá stjörnu sé að finna, sem um er að ræða. En stjörnuspekin segir, að í sérhverju merki dýrahringsins sé um ákveðin eðlisáhrif að ræða og sé mynd sú, er merkinu er gefin, full- komið tákn þessara áhrifa — þau séu gefin til kynna með myndinni. Á vorjafndægrum, þegar sólin fer yfir miðjarðarbaug á norðurleið sinni, byrjar stjörnuárið. Þá fer sólin yfir vor- hnútinn. Stund sú, er það skeður, er talin að marki höfuð- áhrifin i atburðum hins nýja árs. Samkvæmt athugunum, sem sljörnuspekingurinn Max Heindel hefur gert og hann birti i bók sinni Simplified Scieniifíc Astrology, þá hafi vorhnúturinn verið á 0° í hrúts- merki árið 498 e. Kr. og á því 1421 ári, sem síðan eru 68

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.