Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 19
IÐUNN)
Karlar í krapinu.
13
Karlinn eins og örskot eftir hrossakambi, sem þar
lá, og tók að lumbra á honum eins og hann gat:
— Fyr skalt þú drepa mig en að þú komist inn. —
Þetta varð nú síðasta glíman þeirra: — Eg vildi
helzt ekki hafa þurft að leggja hönd á þig, — mælti
Óli hásum rómi og tók Zakarías hryggspennu. En
þá slepti Zakarías kambinum og tók að berja hann
með knýttum hnefunum. Óli laut höfði, lyfti karlin-
um eins léttilega og tómum sjóvettling og bar hann
fram og aftur, hugði í fyrstu að kasta honum út á
hlað, læsa útidyrahurðinni og fara inn til stúlkunnar,
en það var kalt úti og karlinn þá 1 það skiftið fá-
klæddur. Hvorugur mælti orð. Zakarías var of þrár
til þess að kalla á menn sér til hjálpar. Parna í
dimmum göngunum flettist nú skyrtan upp um axlirnar
á Zakaríasi, er hann ætlaði að reyna að smeygja sér
úr fangbrögðunum, og það brast í hverjum lið; másið
mátti heyra í báðum, og við og við brakaði í þilinu,
er þeir spyrnlu fæti við. Hundurinn tók að hágelta
á hlaðinu.
Nú kendi Óli óþolandi sársauka. Hann fann,
hvernig tennurnar í hinum fóru á kaf í öxlinni á
honum. Þetta var drepsárt. Nú var engrar hlífðar
að vænta lengur. Hann vatt Zakaríasi aftur á loft,
tók hann heljartökum og sagði: — Bíturðu, fjandinn
þinn. — Og hefði Óla ekki dottið í hug Ingibjörg og
móðirin, hefði hann að líkindum orðið að morðingja
kvöldið það. En svo þjarmaði hann að karli, að
hann stundi, og lengi bárust þeir fram og aftur um
göngin, en að síðustu rákust þeir inn í eldhúsið.
Þar reyndi nú Zakarías alt hvað hann gat til að
losna; en hörundið á honum lagðist bara í fellingar,
þar sem Óli hafði náð tökum á honum. Síðast
spenti hann knjánum fyrir bringspalir Ólá: — Nú,
er það þetta, sem þú ætlar þér? Það er skárri bölv-
aður náhrafninn þú ert, karl minn. En nú skal ég