Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 31
IÐUNN]
Dvöl mín meðal Eskimóa.
25
Bretlandi eins og við gerðum nú, annaðhvort fót-
gangandi eða á sleðum; ef til vill hafa þeir þá og
getað staðnæmst miðja vega milli Calais og Dover
við fiskiþorp eitt á ísnum miðjum, likt iiskiþorpi
gistivina okkar undanfarna tvo daga; og síðan hefðu
þeir haldið til norðurs til vina sinna á Englandi.
Og ef til vill hafa þeir þá ekki frekar en Eskimó-
arnir okkar vitað, að Bretland var eyja, jafnvel þótt
Bretland sé mikið minna en Viktoríu-eyja.
Þeir sem fylgdu mér til Vietoriu-eyjar, var þjónn
minn Natkúsiak og að eins einn maður úr þorpinu.
Fyrir langa viðkynningu er nú nafn hans orðið mér
tamt og eðlilegt; en öðrum mundi koma það svo
ókunnuglega fyrir, ef reynt yrði að setja það á prent,
að þeir gætu alls ekki borið það fram. Kvöldið áður
en við lögðum upp, hafði verið dans í samkomu-
húsinu, og þegar búið var að borða soðið selskjöt
og blóðsúpu til kvölds, var gengið á ráðstefnu um
það, hversu við skyldum fara að því að'dinna þorp
það, sem við ætluðum að heimsækja; því að þó
ekki sé um annað að ræða, en að fara til næsta
Eskimóaþorps, er það ekki jafn-auðveldur hlutur
eins og t. d. að ætla sér út í úthverfi einhverrar
borgar. Fyrst er nú það, að þorp þessi eru aldrei
að staðaldri á sama stað, og ekki eru þau heldur
bygð á neinum ákveðnum slöðum; en í byljum getur
altaf fent yíir spor þau, er sýna, hvert þorpsbúar
hafi haldið, er þeir tóku sig upp. í fyrstu var fullur
helmingur þorpsbúa reiðubúinn til að fylgja okkur;
en brátt urðu menn þó ásáttir um, hversu varhuga-
vert það væri, því ef margir færu, gætum við bráð-
lega étið upp allar vistirnar fyrir gistivinum okkar,
nema því að eins, að þeir þá hefðu veill sérlega vel
síðustu dagana; aftur á móti mundi þeim veitast
auðvelt að ala okkur þrjá svo lengi sem vera skyldi.
Wí skyldi að eins einn fylgja mér af þeirra mönnum,