Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 42
36
Vilhjálmur Stefánsson:
[IÐUNN
en upp frá því berast sagnir af nýlendunni, og er
þær ekki einungis að finna í íslenzkum sögum og
annálum, heldur og i skjalasafni páfa í Róm. Á 12.
öld var biskupsdæmi á Grænlandi, 2 munkaklaustur,
1 nunnuklaustur og 14 kirkjur. Stóð þá nýlendan
með mestum blóma og nýlendubúar ekki færri en
3000 og ef til vill töluvert fleiri. Þeir guldu reglulega
tíund sína til Róm, og í skjalasafni páfa finnast skil-
ríki fyrir því, að þeir árið 1347 haíi jafnvel sent
rostungstennur til styrktar krossferðum og sömuleiðis
til einnar herferðar Norðmanna á hendur Rússum.
þeir verzluðu helzt við Norðmenn og auk rostungs-
tanna fluttu þeir út grávöru og skinnavöru, lýsi,
smjör, ull og aðrar landafurðii'. 1 fyrstu áttu Græn-
lendingar sinn eigin skipakost og fara sagnir af því,
að þeir sigldu í þríhyrning, fyrst frá Grænlandi til
meginlands Ameríku til þess að sækja þangað húsa-
við, en þaðan til íslands, til þess að selja hann þar
til húsabygginga og taka íslenzkar vörur í staðinn,
og svo að lokum heim til Grænlands aftur. En síðar,
eftir að Noregskonungur hafði selt verzlunina á leigu
verzlunarfélagi einu í Bergen og innleitt með því ein-
okunina, er gerði það að höfuðglæp, ef Grænlend-
ingar bygðu sjálfir skip sín eða sigldu þeim eða
verzluðu við aðra en þá, er stæðu í sambandi við
þetta verzlunarfélag, tók nýlendunni að hnigna. Og
aíleiöingin af þessu varð sú, að viðskiftin við Evrópu,
sem höfðu verið all-fjörug alt til þessa tíma, tóku
að verða svo treg undir lok 14. aldar, að oft liðu
svo mörg ár, að ekki sigldi skip til Grænlands.
Þegar að íslendingar settust fyrst að á suðvestur-
strönd Grænlands, fundu þeir þar bæjarrústir og
aðrar minjar þess, að Eskimóar hefðu búið þar í
landinu, áður en þeir settust þar að. En einhverra
orsaka vegna höfðu Eskimóar nú aftur yfirgefið
andið, og íslendingar áttu engin mök við þá fyrst