Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 128
122
Georg Brandes:
[ IÐUNN
magnað hann og haldið honum við er framferði
hinna svonefndu Tsjekkó-Slava í Síberíu með þar af
leiðandi hungursne}rð, og nú upp á síðkaslið aðfarir
Bandamanna í Norður-Rússlandi.
iiÞað var ekki nema eðlilegt og skiljanlegt,« segir
dr. Brandes, »þótt Tsjekkó-Slavar þeir, er í hundr-
uðum þúsunda hlupust á brott yíir til keisarahersins
rússneska, eftir að Rússar höfðu samið sérfrið, ótt-
uðust að verða framseldir og skotnir sem Iiðhlaupar,
og að þeir til þess að verjast þessu mynduðu sterka
sjálfboðasveit í Síberíu. Og ekki var nema von og í
sjálfu sér eðlilegt, þótt Englendingar og Frakkar,
meðan á stríðinu stóð, reyndu að styrkja þá með
fjárframlögum, vopna þá og nota þá til styrktar
málstað sínum.
Ekki er síður eðlilegt, að Lenin sem forseti rúss-
nesku ráðstjórnarinnar og Tchitcherin sem ráðlierra
utanríkismálanna létu gremju sína i ljós yfir hern-
aðartiltæki Englendinga í Norður-Rússlandi í orð-
sending þeirri frá Rússlandi til Stórbretalands,
er þeir létu prenla á ensku og rigna sem skæðadrífu
úr flugvélum niður yfir brezku herlinurnar við Vol-
ogda. Á flugmiða þessum til ensku hermannanna er
komist svo að orði:
,Til þess að fá brezka verkamenn til þessarar
óvenjulegu árásar á oss og setja her á land í ríki
voru færir stjórnin eftirfarandi ástæður:
1. Að þér séuð komnir til þess að kveða niður
stjórnleysið og koma á reglu og skipulagi.
Þetta er ekki rétt. Stjórn yðar og sömuleiðis franska
stjórnin bera ábyrgðina á óeirðum þeim, sem nú
ríkja í Rússlandi. Þær taka liöndum saman við
Tsjekkó-Slava, sem hafa stíað oss frá öllum matar-
birgðum vorum. Hin alvarlega dýrtíð í landi voru
hefir aukið sundrungina að miklum mun.