Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 156
150
Á. II. B.:
[ IÐUNN
þar jafn-keik og í sína ungu daga. ()g þaut nú aftur
svo þungt, en þó unaðslega í lauiinu, er hjálmskúfur
eikurinnar gnæfði aftur upp yfir trjátoppana hringinn
í kring.
»Haukur! Haukur!« heyrðist konungssyni hvíslað
í blænum. Og er honum varð litið við, ætlaði hann
ekki að trúa sínum eigin augum. Því að við fót eik-
urinnar stóð ung og inndæl kona og bar hún af öllu
því, er hann hafði nokkuru sinni augum litið. Hann
hugði þetta vera gyðju af himnum ofan og ætlaði
að falla henni til fóta. En hún varnaði honum þess
og sagði: — »Eg er að eins sál þessa, sem þú varst
að hressa við og bjarga, — ég er viðardísin! Oska
þér nú einhvers, sem í mínu valdi stendur og það
mun veitast þér«. — Og hún stóð þarna allsnakin
frammi fyrir honum í allri sinni goðbornu fegurð.
En er unglingurinn leit konuna, upptendraðist hann
af ástarþrá og mælti: — »Veit mér ást þína eða að
minsta kosti einhverja von um hana, þótt ekki verði
það fyr en ég er dauður!« — Dísin roðnaði við og
raunasvip brá sem snöggvast fyrir á andliti hennar:
— »Þetta er áhætta, en það skal veitast þér! Iíom
þú hingað einni stundu fyrir sólsetur«. — Að svo
mæltu livarf disin sjónum hans, en konungsson hélt
aftur heim til hallar og var honum sem hann hefði
himin hönduin tekið.
Þá er hann kom í konungsgarð, komu félagar hans
til móts við hann og stofnuðu til leika. Og með svo
miklum áhuga tók konungssonur þátt í leikunum,
að hann gleymdi stað og stundu, hugðarefni sínu og
hamingjuvonum. t*á bar hunangsflugu að eyra kon-
ungssonar, og hún suðaði fyrir lilustum hans, en
hann bandaði henni frá sér. Og aftur kom flugan,
en hann sinti henni að engu. Þá kom hún loks i
þriðja sinn og stakk hann, en hann brást reiður vjð
og særði hana, svo að hún llaug sífrandi til skógar.