Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Síða 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Síða 4
82 Magnús Jónsson: IÐUNN jörðin alt í einu sundur og undirheimaguðinn Plútó, bróðir Seifs, spratt þar upp og rændi Persefóne með sér til undirheima. Demeter, móðir hennar varð yfirkomin af hugarangri er dóttir hennar hvarf, en enginn vildi segja henni hver valdur væri að hvarfinu, því að Seifur sjálfur var í vitorði með bróður sínum. Reikaði hún nú eirðarlaus um með blys í hendi og leitaði dóttur sinnar í níu daga. Sagði þá sólguðinn Helios henni upp alla söguna. Fyltist hún þá heift til guðanna og sté niður af Ólympsfjalli. Brá hún á sig gerfi göngukonu og ráfaði um jörðina. Kom hún loks til Elevsis og var vel tekið af kongi og drotningu. Bauðst hún til að gæta sonar þeirra, sem var ungbarn. Smurði hún hann á daginn ódáins fæðu til þess að gera hann ódauðlegan, en á nóttunni stakk hún honum í eldinn. Einhverju sinni kom drotning að henni, er hún var að þessum starfa, og vildi atyrða hana. Kastaði hún þá gerfinu og stóð frammi fyrir drotningunni í guðdómlegri dýrð. Bauð hún þeim að reisa sér musteri, og skyldi hún þá kenna þeim marga leyndardóma. En leitinni var ekki lokið, og til þess að ná sér niðri á guðunum lét Demeter, sem réði yfir gróða jarðar, hallæri koma, svo að ekkert spratt. Fengu goðin þá engar fórnir og loks varð Seifur að láta undan, og sendi hann þá Hermes til undirheima og krafðist þess að Persefóne væri laus gefin. Varð Plútó þá að láta undan. Fékk hann Persefóne fjóra eplakjarna í nesti og sendi hana síðan til jarðríkis. Hitti hún móður sína í musterinu í Elevsis. — Spurði móðir hennar hana að því fyrst allra orða, hvort hún hefði nokkurs neytt í undirheimum. Kvað hún nei við því, að undanskildum fjórum eplakjörnum, sem hún hefði etið á leiðinni. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.