Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Qupperneq 8
86
Magnús Jónsson:
IÐUNN
september eftir vorum tímareikningi. Fóru þá á undan
kallarar uni landið og settu almenn grið frá 15. næsta
mánaðar á undan til 10. næsta mánaðar á eftir. En sjálf
athöfnin stóð 9 eða 10 daga alls og mátti á þeim dög-
um engan viðstaddan handsama eða á nokkurs manns
hluta gera og lágu við þungar refsingar, jafnvel líflát.
Æðstu metorð við launhelgarnar voru í höndum
tveggja ætta, Evmolpsættarinnar og Keryxættarinnar,
sem báðar voru frá Elevsis, og gengu miklar sögur af
uppruna þeirra. Einkum var Evmolpsættin talin eiga
þar ríkan rétt. Hefir forföður ættarinnar, Evmolposar,
verið áður getið. En reyndar mun þetta öðruvísi til
komið. »Evmolpos« þýðir góður raddmaður eða söngv-
ari, og það var einmitt eitt aðal einkenni, sem æðsti
hofgoðinn eða »hierófantinn« varð að hafa, að vera
ágætis raddmaður. Töfraþulurnar varð að syngja, og
mátti hvergi bera út af réttri leið. Ef einum tón var
slept, eða einn tónn varð of hár eða of lágur var alt
ónýtt. Það var því ekkert gagn í því einu að hafa
sjálfar töfraþulurnar í höndum ef menn kunnu ekki að
fara með sönglagið rétt, og þekkist þetta víðar að.
Söngröddin er hvervetna talin eitthvert áhrifamesta töfra-
þingið og undan henni, sé henni rétt beitt, verða bæði
guðir og púkar að láta.
Hofgoðinn, »hierófantinn«, varð að vera af Evmolps
ætt, fulltíða maður og valinkunnur. Hann var æðsti
prestur ævilangt. Vafasamt er hvort hann varð að vera
ókvæntur. Sumar heimildir segja það, en fornar ristur
geta um konur og syni hofgoða. Sennilegast að hann
hafi mátt vera kvæntur, en orðið að skilja við konu
sína^meðan helgarnar fóru fram svo og svo langan tíma.
Hann tók háleita vígslu til starfsins og stundaði ekki
annað starf upp frá því. Var litið upp til hans af öllum