Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Qupperneq 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Qupperneq 11
IÐUNN Launhelgarnar í Elevsis. 89 launhelganna næst á undan, söfnuðust nú saman í Aþenu á ákveðnum stað. Konunglegi furstinn stóð þann dag fyrir öllum fórnum. Avarpaði hann vígsluþega svo: »Komið, allir þér, sem eruð hreinir af allri saurgun og samviskan ekki slær. Komið, allir þér, sem iðkað hafið rétt og réttlæti. Komið, allir þér, sem hreinir eruð á hjörtum og höndum og talið skilmerkilega. En sá, sem ekki er hreinn á höndum og flekklaus hið innra og hefir ekki skilmerkilegt málfæri, má ekki taka þátt í launhelgunum«. Því næst fóru fram undirbúningshreinsanir og undir- búningsfræðsla. Menn klæddust sérstökum búningum, en þeir urðu að vera skrautlausir með öllu. Ekkert gull eða skart mátti sjást. Konur urðu að bera hárið laust fallandi niður um herðarnar og stranglega var þeim bannað að nota andlitsfarða. Annar dagur: Vígsluþegar voru látnir ganga til sjávar. Urðu þeir að skrifta allar yfirtroðslur og lauga sig því næst í sjónum eftir því oft og lengi sem sakir stóðu til. Eftir það voru þeir klæddir nýjum klæðum og voru þá »ný skepna*. Hver maður hafði með sér grís, sem hann laugaði einnig í sjónum. Þriðji dagur: Almenn fasta og alvara átti að ríkja þennan dag. Konunglegi furstinn stóð fyrir fórnum mikl- um í Elevsis helgidómnum við Akrópólishæðina, í Aþenu. Sorgardagurinn mikli hét þessi dagur, og átti að minna á sorg gyðjunnar Demeter við hvarf dóttur hennar. At- hafnirnar enduðu með því að hver maður fórnaði grís þeim, sem hann hafði hreinsað í hafinu daginn fyrir, og var þá fullkomlega hreinn. Fjórði dagur: Aðal viðburður þess dags var skrúð- Sanga mikil og fjölmenn með hina heilögu körfu gyðj- unnar Demeter.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.