Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Qupperneq 12
90
Magnús Jónsson:
IÐUNN
Fimti dagur: Þennan dag fóru fram hátíðlegar blys-
farir umhverfis Demeter-hofið í Elevsis og þar í nánd
og var blysberinn sjálfur þar í broddi fylhingar. Auðvit-
að átti þetta að minna á leit gyðjunnar að dóttur hennar.
Sjötti dagur: Þennan dag var allra mest um dýrðir.
Þá var líkneskja Jakkosar, sonar Seifs og Demeter, flutt
í hátíðlegri skrúðgöngu frá Aþenu til Elevsis. jakkos er
sama sem Dionysios eða Bakkus, og segir sagan, að
hann hafi fylgst með móður sinni er hún leitaði að Per-
sefóne. Líkneskjan og ýms heilög tákn voru flutt í þung-
um vagni með fjórum hjólum (sem þá voru mjög sjald-
gæfir) og drógu hann uxar, en fjöldi embættismanna
stóð fyrir förinni. I skrúðgöngu þessari tóku þátt tugir
þúsunda. Allir voru krýndir myrtusveigum, dönsuðu og
börðu bumbur og æptu í sífellu: »]akkos, ó, Jakkos!«
Stansað var á ákveðnum stöðum, þar sem sagan hermdi
að einhverjir viðburðir hefðu gerst þegar gyðjan var á
ferðinni. Leiðin er yfir 20 kílómetrar, og allir urðu að
fara fótgangandi. Lýkúrg hafði svo boðið til þess að
enginn munur skyldi sjást á fátækum og ríkum þennan
mikla dag og lágu við þungar sektir. Kona Lýkúrgs
braut þetta boð fyrst, þótt undarlegt megi heita, svo að
hann varð sjálfur að borga sektina. En hann tók því
svo, að hann gaf manninum, sem ljóstaði þessu upp,
aðra upphæð jafnháa fyrir.
Einhver hefir verið orðinn þreyttur þegar loks var
komið til Elevsis. Var þá komin nótt, og síðari part leið-
arinnar gengu menn með blys í höndum og gerði það
förina enn áhrifameiri. Nóttina eftir fór svo fram í hof-
inu vígslan til Iaunhelganna.
Sjöundi dagur: ]akkos var fluttur aftur til Aþenu
með sömu viðhöfn og áður.
Þegar Pelopseyjar ófriðurinn stóð yfir og Aþena var