Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 13
IÐUNN
Launhelgarnar í Elevsis.
91
í umsátursástandi varð að flytja ]akkos á skipum til
Elevsis og varð þá að sleppa mörgu úr, sem fram átti
að fara á leiðinni. En sjálfum siðnum þótti ekki viðlit
að sleppa.
Áttundi dagurinn: Oæðri launhelgarnar voru þá end-
urteknar og auk þess fóru fram ýmsar fórnir og
helgisiðir.
Níunda daginn voru færðar dreypifórnir og hátíðinni
í raun og veru slitið.
Tíunda daginn fór hver til síns heima, nema þegar
hinir miklu kappleikar fóru fram í sambandi við laun-
helgarnar, en það var ýmist á þriggja eða fimm ára
fresti.
IV.
Demeterdýrkunin í Elevsis, sem launhelgarnar voru
sprottnar upp af, var ævagömul. Hefir á síðari árum
verið mikið grafið þar af fornfræðingum og hafa menn
fundið þar leifar frá ýmsum tímum.
Upphaflega musterið þykjast fornfræðingar hafa fundið
nálægt aðalrústunum, og hefir það ekki verið mikil
bygging. Þá hafa þeir fundið leifar Demeterhofs þess,
sem Persar lögðu í auðn 480 eða 479 f. K. En á rúst-
um þess var svo reist hið volduga hof, sem launhelg-
arnar fóru fram í mest af þeim tíma, sem vér höfum
af að segja. Gekst Perikles fyrir smíði þess, en afar-
langan tíma tók það verk,. og var raunar aldrei lokið.
Hof þetta var 54,« X 51,« metra með 42 súlum í sex
röðum. í kring á þrjá vegu voru upphækkaðar sætaraðir
fyrir um 3000 manns. Ekki sjá menn nein merki þess,
að í hofinu hafi verið neinn pallur eða leiksvið, heldur
munu athafnirnar hafa farið fram á miðju gólfi, en
vígslu þegar og aðrir horft á það frá sætunum.