Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 15
IÐUNN
Láunhelgarnar í Elevsis.
93
legar athafnir er að ræða eins og launhelgarnar í Elev-
sis voru, er ekki unt að vita nema lítið eitt um það
sem fram fór. Má það í raun og veru merkilegt heita
hve vel leyndarinnar var gætt, þegar það er athugað, að
hér var ekki um fámennan fjelagsskap að ræða, heldur
nálega almennan sið. En það sýnist hafa verið nokk-
urnveginn runnið mönnum í merg og bein, að ljósta
engu upp. Hóratíus skáld segist hafa svo fasta trú á
því að hegning muni hitta þann, sem lausmáll reynist í
þessu efni, að hann þori ekki að vera honum samskipa.
Ágústus keisari, sem vígslu hafði tekið, gætti mjög vand-
lega þessarar þagnarskyldu, og lét alla víkja úr rétti,
þegar það bar á góma, sem snerti launhelgarnar.
En samt sem áður hafa menn getað komist að ýmsu,
og þá helst frá þeim, sem voru launhelgunum andvígir,
en urðu þó að herma nokkurnveginn rétt frá til þess
að orð þeirra yrðu ekki magnlaus. En það eru einkum
ýmsir af kirkjufeðrunum, sem rituðu móti launhelgunum,
því að þeir litu á þær sem aðal máttarstoð heiðninnar.
Um fyrsta stigið, eða óæðri launhelgarnar vita menn
svo sem ekkert, enda munu þær hafa haft stórum minna
til brunns að bera en hinar, og mest verið eins og
undirbúningur.
Næsta haust, eftir að einhver hafði tekið óæðri vígsl-
una gat hann, með samþykki hofgoðans, fengið annað
stigið, og orðið það sem kallað var »mysta«. En svo
varð að líða að minsta kosti heilt ár áður en hann gat
fengið þriðja stigið, og orðið »epopta«. En þessi stig
voru veitt bæði í æðri launhelgunum, sína nóttina hvort.
Nokkra daga á undan urðu innsækjendurnir að vera
í kyrð og einveru og fasta eftir ströngum reglum. Fór
svo upptakan eða vígslan til annars stigs fram nóttina
milli 6. og 7. dags hátíðahaldanna. Var bundið fyrir augu