Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 17
IÐUNN
Launhelgarnar í Elevsis.
95
Loks luktust hlið Heljar aftur og gat nú alt í einu
að líta ólíka sýn. Innri hluti musterisins blasti við í ótrú-
legum töfraljóma. Líkneskja gyðjunnar Demeter stóð
þar í miðjum sal, en töfrandi hljómar og sætur hun-
angseimur streymdi að áhorfendunum og hinir sælu
andar stigu þar fagran dans í indælu umhverfi.
Innsækjendurnir voru spurðir ýmsra spurninga af hof-
goðanum, og voru þeim þá oft lögð svörin í munn fyrir
fram. Höfð var við athafnirnar háheilög bók, sem köll-
uð var »petróma< eftir steinhylki því, sem hún var
geymd í. í hylki þessu voru og fleiri háhelgir dómar.
Þriðja stig launhelganna var veitt næstu nótt, eða
nóttina milli sjöunda og áttunda dagsins í hátíðahöldun-
um. Var það hæsta stig launhelganna. En þó fengu
þeir, sem æðstu embættin höfðu, svo sem hofgoðinn og
hofgyðjan, enn þá æðri stig og þekkingu, sem þeim ein-
um var geymd.
Annars vita menn miklu minna um þetta stig, og það
sem menn vita er bæði óljóst og á víð og dreif.
Hámark þriðja stigsins mun hafa verið hin heilaga
hjónavígsla, er táknaði samband Seifs og Demeter. Hof-
goðinn og Hofgyðjan stigu þá niður í leynihelli og komu
upp þaðan aftur, að því er virtist í björtu báli. Hélt
hofgoðinn upp frammi fyrir innsækjendunum kornaxi.
Slökt var á öllum blysum meðan þetta fór fram, og var
svo á litið, að tímanleg og eilíf velferð væri undir því
komin, að þessi táknlega hjónavígsluathöfn færi vel fram.
Eins og nærri má geta var þetta lagt misjafnlega út af
andstæðingum launhelganna. En engin ástæða er til
þess að ætla, að nokkuð hafi skort á fullkominn hrein-
leik athafnarinnar. Kristnir menn urðu einnig, eins og