Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 19
IDUNN Launhelgarnar í Elevsis. 97 10 kr. og gat það orðið mikið fé. Auk þess hafa efna- menn sjálfsagt skilið eftir stórgjafir. VI. Hver rök fylgja engli þeim? spurði Síðu-Hallur forð- um. Og nú mun margur vilja spyrja: Hvað þýddi nú þetta alt? Hvaða kenningar lágu til grundvallar laun- helgunum? Þessu verður varla svarað fullnægjandi. Ber þar hvort- tveggja til, að öllu slíku hefir verið haldið leyndu, og svo er það ekki víst að neitt eiginlegt fast kenningarkerfi hafi legið fyrir. Launhelgarnar töluðu sínu táknmáli, en það er einkenni táknmálsins, að það er mjög »ódog- matist« ef svo mætti segja, það hefir ekki ákveðið inni- hald, heldur gefur hverjum manni færi á, að leggja inn í það sínar hugsanir og sín áhugamál. Þessvegna er það svo vel fallið til umburðarlyndis og víðsýni, bróður- legrar samvinnu að áhugamálinu mikla, þroskun sálar- innar. Það bendir á takmarkið en lætur menn sjálfráða um leiðirnar. Þess vegna getur það líka enst svo ótrú- lega lengi, lifað skoðanaskifti og menningarbreytingar. Það er nokkurskonar þungamiðja sólkerfis, kraft-mið- stöð, sem menn svo geta svifið kringum hver eftir sinni braut, að stærð og lögun eftir hvers eins eðli. En þó má eiga víst, að á hverjum tíma hafi ákveðin lífsskoðun og heimsskoðun legið til grundvallar. Líklega er þetta einfalt í fyrstu. Demeter eða Ceres og Dionysios eða Bakkus eða ]akkos og Persefóne eru homin inn í goðafræði Grikkja frá Elevsis. Alt eru það upphafiega guðir jarðargróðans. Guðsdýrkunarsiðirnir, sem eru stofninn að launhelgunum, hafa mótast af því, eins og goðsagan sýnir. Persefóne er jarðarávöxturinn, dóttir jarðarinnar og Jakkos sömuleiðis. Henni er rænt Iðunn IX. 7 L

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.