Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Síða 23
IÐUNN
Anatole France.
101
ofurlítið hræddur við vinnukonu sína, sem hann þó ber
virðingu fyrir og hefir umburðarlyndi með, af því hann
veit, hve áreiðanleg og góð hún í rauninni er. Honum
þykir gaman að tala við köttinn sinn, Hamilcar, og
ræðurnar eru fullar af grískri speki og jafnvel formið
er klassiskt, rétt eins
og Hómer sjálfur
hefði samið þær.
Það er enginn
efi á því, að Syl-
vestre Donnard er
í mörgu nauðalíkur
Anatole France
sjálfum og þess-
vegna ættu allir, sem
vilja kynnast ritum
Anatole France, að
byrja á því að lesa
þessa bók, auðvitað
helst á frönsku, því
stíllinn er svo að-
dáanlegur og svo
ekta „franskur“, að
sérstakar andans
gáfur þarf til, að
útleggja slíka bók. Mér hefir oft komið til hugar, þegar
eg hef lesið „Góður snjór“ eftir ]ónas Hallgrímsson, að
hann hefði getað náð gletnistón Anatole France’ sem í
senn er nijúkur, hárbeittur og heimspekilegur. En ]ónas
Hallgrímsson er löngu liðinn og hvern eigurn við nú
hans líka að málsnild?
En mikla málsnild þarf til að útleggja bækur Anatole
France, því sögurnar, sem hann segir, eru einfaldar og