Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 24
102
Thora Friðriksson:
IÐUNN
í þeim er lítið af >spennandi« atburðum. Stíllinn er alt,
»Glæpur Sylvestre Bonnard’s er í rauninni tvær sögur:
La Buche (Eldiviðarkubburinn) og Jeanne Alexandre,
sem er nafn ungrar stúlku, og mun það vera seinni
sagan, sem gefur bókinni nafn. En glæpurinn er þessi:
Gamli maðurinn kemst að því, að dóttir þeirrar konu,
sem hann ungur elskaði, er fátæk og umkomulaus.
Hann leitar hana uppi í skóla, þar sem hún er í heima-
vist og þar sem henni líður illa. Forstöðukona skólans
vill gjarnan giftast, því hún er töluvert farin að »pipra«
og leggur sig alla við að ná í Bonnard, sem er þektur
vísindamaður og meðlimur franska vísindafélagsins. En
hann vill hvorki heyra né sjá kerlinguna og hann sér
því ekkert vænna ráð til að ná Jeanne úr klóm hennar,
en að nema hana leynilega á burt og taka hana sér í
dóttur stað. Glæpurinn er ekki stórkostlegur og við-
burðarás sögunnar afar einföld, en hvílíkt meistaraverk
er hún samt ekki!
Af Jeanne leggur ljóma æsku og yndisleiks og þó er
hún svo náttúrleg og blátt áfram og það sem einkum
laðar okkur að henni er „tónninn“, sem fósturfaðir
hennar talar við hana í. Orðin eru afar blátt áfrain, en
hreimur þeirra vefur skikkju fegurðar og sakleysis utan
um þá, sem þau eru töluð til. Við sjáum hana lifandi
fyrir okkur einmitt eins og Bonnard sér hana og vill
láta okkur sjá hana. Sama er að segja um allar per-
sónur sögunnar, þær eru lifandi, en vér sjáum þær allar
gegnum gleraugu Bonnard’s, sem er gamall heimspek-
ingur og hefir gaman af að athuga það, sem fram fer
í þessum undarlega heimi. Hann er góður og tilfinn-
ingarsamur, en hann er líka kíminn og brosir oft í
kampinn að því, sem hann sér og heyrir. Hann gerir
jafnvel stundum dálítið gys að sjálfum sér, en bros hans