Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 30

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 30
108 Thora Friðrihsson: IDUNN Önnur bók er vakti æði mikið hneyksli meðal kaþólskra landa hans, var hið mikla sögulega rit um ]eanne d’Arc- Þó að A. France fyllilega kannist við ]eanne d’Arc, sem þjóðarhetju og hafi auðsjáanlega miklar mætur á henni, þá gat hann auðvitað ekki ritað um hana í sama anda og þeir, sem rita helgra manna sögur; til þess vantaði hann trúna á guðdómlega köllun meyjarinnar frá Orléans, og trú yfir höfuð, því að guðleysingi mun hann hafa verið. Mig minnir, að bókin hafi komið út árinu áður en Jeanne d’Arc var »beatificeruð« eða einmitt þegar það var orðið víst, að páfinn mundi setja hana í helgra manna tölu. Það var því að koma við viðkvæma strengi í hjarta kaþólskrar þjóðar, að reyna að útskýra vitranir hennar vísindalega. Bókin er rituð af miklum lærdómi. A. France vann að henni lengi og rannsakaði öll skjöl og skilríki um þetta efni, sem frönsk bókasöfn hafa að geyma. Hann hefir sjálfur sagt, að það væri sú bók, sem hann hefði haft mest yndi af að rita. Eins og flestir ungir rithöfundar byrjaði A. France á að rita kveðskap. Kvæði hans eru nú nokkuð fallin í gleymsku, nema leikrit eitt í ljóðum: Noces corinthiennes (Hjúskapur í Korintuborg), sem þessi síðustu ár er ávalt á leikskrá Theatre Frangais. Eins og flest önnur samtíðarskáld A. France (þess ber að gæta að A. France er talinn með skáldum 19. aldarinnar) var hann frá æsku hrifinn af lífi, fegurð og trúarbrögðum Grikkja. En jafnframt fanst honum mikið til um sögu kristindómsins og meðan Renan ritaði: Uppruni kristindómsins (Origines du Christianisme) kvað A. France hið fagra leikrit: Noces corinthiennes.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.