Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 40
118 Sigurður Nordal: IÐUNN og reyni síðan, hver meira hefur séð og betur getur lýst því. Of fáir leikar, sem eg hef getað rifjað upp, beinast í þessa átt. Þó má nefna það, að feluleikur í stórum torfbæ getur verið ágæt æfing í hugkvæmni og athygli, og í öllum kappleikum reynir talsvert á skjóta og vak- andi athygli. Annars eiga sveitabörn, sem oft þekkja hvern hund og hest í hreppnum, hverja kind á bæn- um o. s. frv. nóg tækifæri að æfa augun. Hér skal þó, og mest til gamans, getið einnar æfingar í skjótri athygli, sem minnir á búðargluggann. Þegar menn borða fisk, bregður sá, sem dálkinn hefur hlotið, honum upp fyrir öðrum með þessum formála: »Gettu, hve margar árar eru á borð«. Dálkinum er brugðið upp einu sinni, tvis- var eða þrisvar eftir lengd. Menn verða að vanda sig, því að mikið er í húfi: »fríða mey fyrir ofan þig, ef þú vinnur, en ljóta, leiða, langa og ófríða fyrir framan þig, ef þú tapar« — enda hef eg vitað menn ótrúlega naska að telja álmurnar í einu vetfangi. Einbeiting er þungamiðja allrar hinnar austrænu sjálfs- tamningar, enda er hún skilyrði allra framkvæmda og ef til vill allrar hamingju. Hvarflandi hugsun, sem aftur er sama sem ótamin hugsun, er um leið ónýt hugsun, illa og ódrjúgt unnin verk, hverflyndi í tilfinningum, veikur vilji, slakt siðferði. Að geta beint öllum huganum að einu viðfangsefni er nauðsynlegasta uppeldið. En einbeiting getur verið bæði sjálfráð og ósjálfráð. Það er engin dygð að geta haft allan hugann við bát, sem maður sér velkjast í brimgarði, eða mann, sem klifrar í tvísýnu upp kletta fyrir augunum á manni. Hin sjálfráða einbeiting er í því fólgin að geta haldið hug- anum með valdboði viljans við erfitt og leiðinlegt við- fangsefni — þangað til það er orðið skemtilegt, eins og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.