Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Qupperneq 42
120
Sigurður Nordal:
IÐUNN
Engar einbeitingaræfingar jöfnuðust þó á við gáturnar.
Sá sem eitthvað hefur iðkað hugsanaæfingar, hvort
sem það er að sjá aðeins hlut í huga sér eða velta
fyrir sér einhverju viðfangsefni, veit að líkja má því
einna bezt við, að hugurinn sé settur í tjóðurband, þar
sem umhugsunarefnið er hællinn, en viljinn taugin. Hug-
sunin hefur nokkurn leikvöll kringum efnið, en ef hún
ætlar að láta hugsanasamböndin teygja sig í gönur, tek-
ur tjóðurbandið í.
Líkt er um að geta gátur. Það verður að fara í kring-
um þær í einlægum krókum, en gera sér þó sífelt grein
fyrir, hvert hringsólið stefnir. Þar reynir á þekkingu,
hugkvæmni og skarpskygni, en ekki sízt þrautseigju og
einbeitta athygli. Þegar gátur eru bornar upp fyrir
óvönu fólki, stendur það fyrst alveg ráðþrota og við-
burðalaust, og þegar því er gefin ráðningin, finst því
hún oft röng og gátan tómur prettur. Það hefur aldrei
lært að tylla tánum á hinar örfínu brýr líkinga, sem
tengja saman fjarlæga og óskylda hluti.
Af minnisæfingum eru til mörg kerfi og flest ónýt,
en sum verr en það. Aðalreglan um minnið er ein og
óbrotin: menn muna það, sem þeir vilja muna og þurfa
að muna. Því velta þeir fyrir sér, setja það í tengsl við
aðra hluti, sem fyrir eru, og festa það svo í huganum.
Aftur á móti spillist minnið á því að læra margt og
læra illa, Iæra það sem menn skilja ekki, að komi í
neinar þarfir, hlaupa úr einu í annað og rifja aldrei
neitt upp.
Vísna og sagnaskemtun sveitabarna hefur verið ágæt
tamning fyrir minnið. Að læra vísu er hæfilega erfið
æfing, af því að formið veitir svo mikla stoð. Þegar ung-
lingar síðan kveðast á og skanderast, rifja þeir upp aftur
og aftur það sem þeir kunna og venjast á að hafa það