Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 43
IÐUNN íslenzk yoga. 121 handbært, einmitt þegar á þarf að halda. En minnislausi maðurinn man altaf alt, nema það sem hann þarf að muna í þann svipinn. Mörg sveitabörn hafa átt kost á mjög fáum sögum í æsku, en hafa aldrei þreyzt á að heyra þær aftur og aftur, jafnvel eftir að þau höfðu lært þær orðrétt. Með þessu móti hefur verið lagður traustur grundvöllur minnis, skilnings og máls, þótt takmarkaður væri. Bæj- arbörnin lenda í hinni andstæðunni: of margir kunn- ingjar, barnabækur, myndir, blöð og bíó — þar sem það, sem heyrt er og séð í dag, á að þurka út alt, sem fylti hugann í gær. Eg get ekki stilt mig um að minnast á eitt atriði enn þá, þótt það sé úr dálítið annari átt. Flestir þekkja nú orðið Emil Coué að nafninu til. Hann er orðinn svo frægur, að íslenzk blöð og tímarit hafa flutt greinir um hann, enda er hann sannast að segja einn merkasti maður, sem nú er á dögum. Aðferð hans til uppeldis og lækninga er eins konar sjálfsdáleiðsla með endur- tekningu. Menn eiga að þylja í sífellu kvölds og morgna: »dag frá degi á allan hátt fer mér stöðugt fram« — eða finna sérstaka formála við sérstökum meinum. Það er ekki ógaman að vita, að íslenzk alþýða hefur verið alveg á sömu leið. I Þjóðsögum ]. A. stendur þessi klausa, sem margir munu kannast við: »Ef maður fær bólu á tunguna, skal maður segja: »Ein bóla á tungu minni, engin á morgun, o. s. frv. þangað til 20 eru komnar. Þá skal aftur telja öfugt og byrja svo: »Tuttugu bólur á tungu minni, engin á morg- un, nítján bólur o. s. frv., þangað til maður hefur talið »ein bóla«. Skal lesa þessar runúr rétt og öfugt sjö sinnum, aðrir segja þrisvar, á kvöldin áður en maður sofnar. Er þá bólan horfin að morgni*.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.