Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 44
122 Sigurður Nordal: íslenzk Voga. IÐUNN Coué myndi að vísu segja, að óþarfi væri að nefna bóluna svona oft og sízt væri ástæða til þess að marg- falda töluna. En alt annað er nákvæmlega í samræmi við meginreglur hans. Og talan sem breytist, heldur ímynduninni vakandi, jafnframt því sem endurtekningin sefar hugann. Má vel vera, að hér gæti verið atriði, sem benti til endurbóta á formála og aðferð Coué. Vmislegt fleira mætti telja af þessu tæi, en ætlun mín var ekki að fjalla um þetta efni til hlítar, heldur benda á skoðunarhátt, sem aldrei verður ofbrýndur fyrir Islendingum á þessum tímum breytinga og umturnunar. Þessi þjóð hefur lifað við svo erfið kjör og int hlutverk sitt sem menningarþjóð svo merkilega af hendi, að það sem hún hefur lifað á liðnar aldir hlýtur að hafa verið kjarnfæða. Nú rísa læknarnir upp hver um annan þver- an og syngja lof íslenzka matnum, skyrinu, fjallagrösun- um, harðfiskinum, lýsinu. Þeir hafa fundið þar ný lífs- efni, fjörvi, sem áður voru ókunn. En til eru líka andleg fjörvi, sem ekki eru minna virði. í hvert sinn, sem vér kynnumst einhverju í erlendri menningu, sem oss finst verðmætt, eigum vér að leita samanburðar við íslenzka hugsun og háttu. Sá samanburður getur kent oss að greina milli hismis og kjarna, getur varað oss við, en aldrei verið nema til góðs. Þegar bezt fer, mun hin er- lenda fræðsla opna augu vor fyrir ýmsum íslenzkum verðmætum, sem vér höfum ekki áður gefið gaum, og þá geta erlend og innlend reynsla tekið höndum saman að auðga þjóðina, án þess að losa um rætur hennar. Sigurdur Nordal.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.