Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 46

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 46
124 Guðmundur Hannesson: IÐUNN Praxagóra að nafni, í karlmannsfötum. Þetta er snemma morguns fyrir venjulegan fótaferðartíma. Hún er þá að skima eftir konum, sem hún á von á og má skilja á orðum hennar, að konurnar í bænum hafa komið sér saman um að sækja borgaraþingið, sem halda átti þá um morguninn. Höfðu konurnar gert ráð fyrir, að koma þangað búnar sem karlmenn og jafnvel að láta gera sér gerviskegg svo þær þektust síður, því þar höfðu karl- menn einir atkvæðisrétt. Innan skamms streyma konur að úr öllum áttum, allar í karlmannafötum svo sem ráð hafði verið gert fyrir. Taka þær nú saman ráð sín og velja Praxagóru fyrir foringja. Þær fara síðan af stað til þingsins og hverfa af leiksviðinu. Þegar konurnar eru farnar leiðar sinnar staulast gamli Blefaryx, maður Praxagóru, út úr húsinu. Hann er kyn- lega búinn, er í fötum konu sinnar og með hennar skó. Hafði hann þurft skyndilega að ganga erinda sinna en fann engin föt önnur en konu sinnar, en sjálf var hún öll á burtu og engin spjör finnanleg af fötum hans. Ber karl sig illa út úr þessu og skilur síst hvað af kon- unni hafi orðið og þaðan af síður hvað sé orðið af öll- um fötunum, því af þeim fanst hvorki tangur né tetur. Segir karl að síst sé á það að giska, hvað kvenfólkinu detti í hug og segist hafa illu heilli kvongast ungri konu á gamals aldri. I þessum svifum ber að nágranna hans. »Hvað er að sjá þig, í hverjum fjandanum ertu?« segir hann við Blefaryx, er hann sér hann í kvenbúningi. Blefaryx þykist fyrst hafa gripið fötin konunnar í ógáti, en kannast þó bráðlega við það, að konan sé horfin og fötin hans líka. Nágranninn segir, að ekki sé þetta eins- dæmi og alveg eins hafi farið fyrir sér; konan sé horfin og hann hafi ekkert fundið til að fara í nema fötin

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.