Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 47

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 47
IÐUNN Jafnaðarstefnan og kvenréttindamálið. 125 hennar. Skilja þeir, sem vonlegt var, ekkert í því, hverj- um undrum þetta sæti og þykjast báðir illa leiknir. Meðan þeir eru að raéða um konu- og fatahvarfið, kemur borgari nokkur til þeirra og verður það fyrst fyrir að spyrja hina, hvaða bannsett uppátæki þetta sé, að ganga í kvenmannafötum. Segist hann vera að koma af borgaraþinginu og segir þeim, að þar hafi mikil tíð- indi gerst. Þar hafi aðsókn verið svo mikil, að aldrei hafi hann slíkt séð. Hafi þar verið fjöldi skrautbúinna manna og »aldrei hefi eg slík mjólkurandlit séð«. Segir hann, að einn af mönnum þessum hafi stigið í ræðu- stólinn og haldið skörulega ræðu. Taldi hann það besta ráðið til viðreisnar ríkinu og heill almennings, að fela konunum alla stjórnina og völdin. Konurnar væru bæði hygnari en karlmenn og kynnu betur með fé að fara. Þær væru vanar að hjálpa hver annari, lána hver ann- ari föt og ílát, jafnvel skrautgripi og gersemar og alt færi þó vel og alt kæmi til skila. Þetta væri eitthvað annað hjá karlmönnunum. Bar hann síðan upp það ný- mæli, að fela konunum öll völdin og var það samþykt, þó margir mæltu á móti og segðu þetta fjarstæðu eina. Ollum körlunum kom nú saman um það, að þetta væru mikil tíðindi og ískyggileg. Konurnar réðu nú ekki aðeins yfir matnum og heimilinu heldur lögum öllum og lofum. Þær gætu dæmt menn til að giftast sér, svelt þá ef eitthvað bæri á milli og alt væri eftir þessu. Skiljast þeir síðan og fara heim til sín. Nú koma konurnar aftur af þinginu og Praxagóra í broddi farar. Þakkar hún konunum fyrir drengilega fylgd og áminnir þær, að fara nú sem fljótast heim og skifta fötum, svo engan gruni að þær hafi leikið á karlmenn- 'na. Rétt þegar þær eru farnar kemur Blefaryx karl út •úr húsinu og sér Praxagóru konu sína.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.