Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Síða 48
126
Guðmundur Hannesson:
IÐUNM
»Nú hvar hefir þú verið?« segir Blefaryx. Praxagóra
segir hann það litlu skifta og spyr hvort hann ef til vill
haldi, að hún hafi verið að heimsækja annan karlmann.
Sagði Blefaryx að öllu heldur byggist hann við að þeir
hefðu verið fleiri en einn, en spyr hana síðan því í
ósköpunum hún hafi ekki farið í sín föt heldur búið sig
sem karlmann. Þóttist Praxagóra hafa farið til konu í
barnsnauð og hefði mikið legið á, svo hún hefði farið
fatavilt. Þótti karli saga þessi ærið lygileg og sagði að
eitthvað myndi undir þessu búa, Spyr hann hvort hún
hafi heyrt tíðindin af borgaraþinginu. Praxagóra læst
ekkert um þau vita, svo Blefaryx segir henni frá því,.
að nú ráði konurnar öllu og hafi fengið öll völd í sínar
höndur. Þingið hafi verið svo vitlaust í morgun að sam-
þykkja þetta. Praxagóra segir þetta mikil tíðindi og góð.
Þá þurfi menn ekki lengur að stela mat handa sér eða
fötum fyrir örbirgðar sakir eða veðsetja okrurum eigur
sínar, og þá hætti menn að öfunda aðra og ljúga
skömmum og óhróðri upp á þá. Karl sagði að ef þetta
væri ekki alt saman lýgi og blekking, þá mættu þetta
miklar framfarir heita, en fróðlegt væri að heyra hversu
konurnar ætluðu að koma þessu til leiðar og er sam-
talið milli hjónanna á þessa leið:
Praxagóra: Eg krefst þess að eignarréttur sé úr lög-
um numinn. Alt á að vera sameign og hver maður á
að fá sinn skerf svikalaust úti látinn til þess að lifa aL
Það á ekki að leyfast, að sumir séu ríkir og aðrir fá-
tækir, sumir eigi meiri jarðeignir en þeir geta á nokk-
urn hátt ræktað, en aðrir ekki svo mikið sem grafreit
handa sjálfum sér. Það á heldur ekki að leyfast, að sumir
hafi þjóna á hverjum fingri en aðrir enga manneskju
til þess að rétta sér hjálparhönd. Allar lífsnauðsynjar
eiga að vera sameign og allir eiga að njóta þeirra jafnt-