Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 49
IÐUNN ]afnaðarstefnan og kvenréttindamálið. 127 Blefaryx: Hvernig eiga allir að eiga alt . . . Praxagóra: Skítverkin mættir þú að vísu annast . . . Blefaryx: Eiga þá ekki skítverkin að vera sameigin- leg fyrir alla? Praxagóra: Þú átt ekki að taka fram í fyrir mér! Egvar að segja þér hversu alt yrði framvegis. Fyrst lýsi eg því yfir, að allar jarðeignir séu almennings eign og síðan allar aðrar eignir, lausafé og alt annað, hverju nafni sem nefnist. Þegar allur þessi auður kemur saman, þá notum vér konurnar hann til þess að sjá öllum fyrir nauðsynjum þeirra. Vér stýrum honum vel, förum spar- lega með alt og sjáum fyrir því, að alt þrífist og þroskist. Blefaryx: Það eru nú ekki allir, sem eiga hús eða jarðeignir. Sumir eiga peninga og gersemar. Þetta geta þeir falið í skápum sínum og látið á engu bera. Praxagóra: Þeir verða nú eigi að síður að koma með það, og stórglæpamaður skal hver maður heita, sem svíkst undan því. Blefaryx: Þeir hafa nú ekki ætíð sett það fyrir sig ríku mennirnir. Parxagóra: Menn græða heldur ekki neitt á því, að skjóta fé sínu undan. Blefaryx: Því ekki það? Praxagóra: Ekki þurfa þeir að óttast fátæktina úr því allir fá alt sem þeir þurfa. Þeir fá hveitibrauð, fisk, vín og veisluhöld og alt, sem þeir vilja hendinni til rétta. Til hvers eiga þeir þá að vera að safna fé eða fela eignir sínar? Getur þú sagt mér það? Blefaryx: Já það held eg! Stela þeir ekki allajafna mestu sem ríkastir eru? Praxagóra: Satt er það vinur minn. Svona gekk það áður meðan gömlu lögin giltu, en nú þegar allir fara

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.