Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 50
128 Guðmundur Hannesson: IÐUNN að lifa af almannafé, þá er öðru máli að gegna. Hvað gagnar þeim það þá að eiga nokkrar séreignir? Blefaryx: Vel gæti það þó verið, að þeim litist á ein- hverja unga stúlku og langaði til að ná í hana. Eitt- hvað þurfa þeir þá að gefa henni tll þess að ganga í sömu sæng, en skyldu þeir þá fá fé til þess af al- mannafé? Praxagóra: Nei það fá þeir ekki! Þeir fá alveg ó- keypis að sofa hjá henni. Allar konur verða auðvitað sameign. Þær mega sofa hjá hverjum, sem þær vilja, og eiga börn með hverjum sem vera skal. Blefaryx: Það færi nú laglega! Þyrpast þá ekki allir utan um einhverja blómarósina, sem ástarþokkinn skín út úr, og vilja allir komast í hennar arma? Praxagóra: Við setjum ætíð ólaglegu stúlkuna, sem •enginn vill líta við og stúlkuna með uppbretta nefið við hliðina á fögru stúlkunni. Hver sem vill ná í blómarós- ina, hann verður fyrst að taka saman við þær sem ljótar eru svo jöfnuður verði á öllu þessu. Blefaryx: Eg er hræddur um að það fari þá svo fyrir okkur gömlu mönnunum, að ef við eigum fyrst að sýna þeim alla blíðu, sem Ijótar eru og leiðar, þá höf- um við fengið nóg af öllu þessu áður en röðin kemur að fallegu stúlkunni. Praxagóra: Stúlkunum verður heldur ekki leyft að leggja lag sitt við laglegu ungu mennina fyr en þær hafa sýnt ljótu mönnunum og kripplingunum fulla vin- áttu á undan. Blefaryx: Hann Lysikrates með bogna nefið, sem er Ijótastur allra manna, ber þá væntanlega sama hlut frá borði eins og laglegasti pilturinn eða er ekki svo? Praxgóra: Auðvitað! Þetta skipulag mitt er svo al-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.