Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 56
IÐUNN Jón Jónsson fyrv. alþm. frá Sleðbrjót. 26. nóv. 1923 andaðist í Winnipeg ]ón jónsson fyrv. alþm. frá Sleðbrjót, 71 árs gamall. Hann var Austfirð- ingur, fæddur á Hnitbjörgum í ]ökulsárhlíð 2. nóv. 1852. Jón faðir hans bjó lengi í Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð og var greindar maður og góður bóndi. Móðir Jóns frá Sleðbrjót hét Guðrún Asmundsdóttir bónda í Hlíðar- húsum, en hennar móðir Katrín Níelsdóttir bónda á Osi í Hjaltastaðaþinghá Jónssonar prests á Eiðum Brynjólfssonar, en kona Níelsar og móðir Katrínar hét Guðrún Sigfúsdóttir prests Guðmundssonar á Asi í Fellum. ]ón mun í bernsku ekki hafa notið annarar mentunar en algengt var um sveitabörn á þeim árum. En hann var greindur og bókhneigður og jók brátt þekkingu sína svo, að hann varð vel að sér. Hann byrjaði ungur búskap, árið 1876, og bjó fyrst í Bakkagerði og síðan á Ketilsstöðum, og eru þeir báðir bæir ytst í Jökulsárhlíð, en þaðan fluttist hann að Húsey í Hróarstungu, sem er þar á móti, austan Jökulsár, ytsti bær í Tungunni, og bjó þar 3 ár. Fluttist svo aftur vestur yfir ána og bjó nokk- ur ár á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð og einnig um tíma aftur í Bakkagerði. Var hann á Sleðbrjót, er hann varð fyrst alþingismaður, og hefir jafnan síðan verið kendur við þá jörð, þótt hann byggi þar aðeins fá ár. Haustið 1900 fluttist Jón til Vopnafjarðar og setti á stofn gisti-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.