Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 59
IÐUNN ]ón frá SleÖbrjót. 137 skálds, þótt aldursmunur þeirra væri mikill, og enginn mun hafa beitt sér meira fyrir því en Páll Olafsson, að afla Jóni frá Sleðbrjót fylgis, er hann var fyrst kosinn á þing. Varð róstusamt á Fljótsdalshéraði út af þeim kosningum, því keppinautur Jóns, séra Sigurður Gunn- arsson, var vinsæll maður og hafði mikið fylgi. Lifðu lengi þar eystra á vörum manna ýmsir kviðlingar, sem fóru milli Páls Ólafssonar og andstæðinga hans og Jóns út af þeim kosningum. Búmaður mun Jón aldrei hafa verið meiri en í meðal- lagi og efnaður varð hann aldrei. Árin 1880—90 voru mestu harðindaár á Austurlandi og hnektu að sjálfsögðu velmegun allra þeirra, sem þá höfðu nýlega byrjað bú- skap, eins og átti sér stað um Jón. Hann hafði allstórt bú og ýmisleg umsvif fram yfir það, sem alment gerðist. Hann var örlátur maður, en enginn eyðslumaður. Ein- hverra orsaka vegna var hann orðinn svo skuldugur síðustu dvalarár sín hér, að hann gat ekki undir því risið og varð gjaldþrota rétt áður en hann fór vestur. Gamall kunningi hans úr Jökulsárhlíðinni, Jón Sigurðs- son, sem verið hafði þá mörg ár vestra, lánaði honurn fé til þess að komast með skyldulið sitt vestur um haf. Kona Jóns var Guðrún Jónsdóttir, fædd 20. okt. 1855, dóttir Jóns bónda á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð Þor- steinssonar. Þau giftust 14. júlí 1876 og eignuðust 11 börn. Dóu 4 þeirra í æsku, en 7 voru á lífi, er faðir þeirra létst, 3 synir, Páll, Guðmundur og Jón, og 4 dætur, Björg, Ragnheiður, Helga og Ingibjörg. Björg var gift áður en þau fóru vestur Bjarna ljósmyndara Þorsteinssyni frá Höfn í Borgarfirði eystra, og eiga þau heima í Selkirk vestra. Bræðurnir voru, er faðir þeirra dó, allir ókvæntir, en Ragnheiður var gift Þorsteini bónda Guðmundssyni við Leslie í Saskatchewan og Helga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.