Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 61
Þula. Komdu, komdu vorsól, eg kalla á þig, láttu þína ljósu geisla, leiftra kring um mig. Lyftu mér til ljóssins heima, lofaðu mér um stund að dreyma, mig langar svo að lifa og geyma ljósgeislana þína, helgar þrár í hugann streyma, hjá þeim skal eg vaka, bí, bí og blaka. Vef eg þær í veisluklæði, vel þeim heimsins stærstu gæði, signi þær í sólarflæði, svíf með þeim til baka, enginn skal þær aftur frá mér taka. Víða liggja vegamót, vötn og hálsar þreyta fót oft eg steig á eggjagrjót, yljum mínum blæddi, mest eg þó á mótlætinu græddi. Kom eg við á köldum stað, hverjum ætti að segja það, þar eg grét og guð minn bað geisla að láta skína, sárunum aldrei settist að, syrgi eg gleði mína,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.