Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 65
IÐUNN G. Björnsson: Hvað ertu sál? 143 í helkulda jarðlífsins fölnar og deyr, augnabliksstormur, er auðnirnar sverfur, uppspretta í sandinum, miðsvetrarþeyr? Nei, þú ert sólblik, er sækir á tindinn, setst þar til hvíldar á leið út um geim, langt fyrir ofan alt lífsstríð og vindinn leitar svo fagnandi í dýrðlegri heim, vonar að mega fegra þar fjöllin, faðma’ að sér blómin og gefa þeim koss, breiða þar gullofna glitblæju á völlinn, glóperlur sauma í leiftrandi foss. Þú ert sem brimfexta báran á hafi, er breiðir út faðminn um árdegisstund mót sólu í logandi litgeislatrafi, langar að komast á gyðjunnar fund, en verður í stað þess að hníga og hverfa, til hvíldar að leggjast í djúpinu um skeið; á meðan að systurnar sæti’ hennar erfa, sækir hún þróttinn á gleymskunnar leið. Þú ert sem eldgos í aldimmu, er leiftrar, sem upprisinn jötunn úr logneistavök, sóldýrðar ímynd á aftanský greiftrar, afl, sem er losað við helfjöturstök. Þróttarins neisti, er ferðhraður flýgur, að frelsinu og gleðinni svipast um geim, leystur frá uppruna lafmóður hnígur, leitar sem ungi í móðurskaut heim. Þú ert einn dropi guðs lifandi lindar, er líf vekur blómi í svellkaldri mold, L

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.