Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 66
144 G. Björnsson: HvaÖ ertu sál? IÐUNN vonirnar kveikir og kærleikann myndar, klæðir í vorskrúða hretbarða fold. Mannlega sál, ef að mæta þér sorgir, mundu að þú ert á leiðinni heim. Þú sækir í vígtraustar vonanna borgir úr volkinu og stríðinu úti um geim. G. Björnsson. Að eins kongur. (Carl Spitteler). Svo mælti herrann Cornelius Clemens: »Er þrælum mínum fáið verk að vinna eg vil að hver einn geri það er kann hann: því bezt mun gert er vilji fylgir verki. Á rangri hyllu er hálfur maður hver. Sjómaður unir sjaldan kúa-gæslu«. En síðar út á sveitabýli, er átt’ hann, hann sá einn þræl, við vegagerð, er kunni auðsjáanlega ekkert til þess starfa, umkringdur var hann stórum hópi’ er hæddust að vanköntum og vindhöggum er sló hann. Að verkstjóranum vatt sér herrann byrstur: »Hví hefir þú ei hlíðnast boðum mínum?« Verkstjórinn mælti: »Þennan þræl eg hefi til þrautar reynt við flest. Hann getur ekkert alt, sem hann gerir illa fer úr hendi«.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.