Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 71
IÐUNN Kéli. 149 •- Ætli þú fáir ekki að leika þér nægilega mikið við tunnurnar meðan við komum þeim úr lestinni. — Eg held, að maður verði ekki lengi að fleygja þessum kútum á land, mælti hann og tók um leið í öxlina á mér svo mig sveið í. En auðvitað lét eg ekki á þeim sársauka bera. Stuttu seinna var kallað á Kéla að stýrinu. Eg hafði ekkert viðbundið og slangraði þangað með honum. Vaktin, sem niðri var, svaf. Og þeir, sem uppi voru, sátu eða lágu hingað og þangað um þilfarið aðgerðar- lausir. Blásandi byr var á, einstætt veður, svo aldrei þurfti að aka seglum. Alt var þvegið og hreinsað eftir föngum, svo enginn þurfti neitt um að hugsa. — Kéli hélt um taumana og gætti horfsins. Við urðum einir aftur við stýrið. Eg sat uppi á kappa- horninu og starði á straumhverinn aftur undan skipinu. Kéli horfði draumkendum löngunaraugum inn fjörðinn. Alt í einu ýtti hann í mig. — Geiri! Eg þarf að segja þér nokkuð! — Hvað er það? spurði eg. En bjóst ekki við, að það væri neitt sérlega merkilegt, sem Kéli hafði á sam- viskunni. — En þá verður þú að þegja — þegja eins og steindauð síld. Eg lofaði að steinþegja. Kéli þagði um stund. Eg þóttist sjá, að hann væri eitthvað öðruvísi en hann átti að sér að vera. Eg vissi það á eftir, að hann hafði hreint og beint verið feim- inn við mig. — Eg þarf að hitta stúlku á Eyrinni, sagði hann loks, leit ekki á mig en lést vera að gæta að horfinu. — Hvað ætli eg geti gert að því, sagði eg og hélt, að nú væri hann að gabba mig.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.