Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Qupperneq 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Qupperneq 71
IÐUNN Kéli. 149 •- Ætli þú fáir ekki að leika þér nægilega mikið við tunnurnar meðan við komum þeim úr lestinni. — Eg held, að maður verði ekki lengi að fleygja þessum kútum á land, mælti hann og tók um leið í öxlina á mér svo mig sveið í. En auðvitað lét eg ekki á þeim sársauka bera. Stuttu seinna var kallað á Kéla að stýrinu. Eg hafði ekkert viðbundið og slangraði þangað með honum. Vaktin, sem niðri var, svaf. Og þeir, sem uppi voru, sátu eða lágu hingað og þangað um þilfarið aðgerðar- lausir. Blásandi byr var á, einstætt veður, svo aldrei þurfti að aka seglum. Alt var þvegið og hreinsað eftir föngum, svo enginn þurfti neitt um að hugsa. — Kéli hélt um taumana og gætti horfsins. Við urðum einir aftur við stýrið. Eg sat uppi á kappa- horninu og starði á straumhverinn aftur undan skipinu. Kéli horfði draumkendum löngunaraugum inn fjörðinn. Alt í einu ýtti hann í mig. — Geiri! Eg þarf að segja þér nokkuð! — Hvað er það? spurði eg. En bjóst ekki við, að það væri neitt sérlega merkilegt, sem Kéli hafði á sam- viskunni. — En þá verður þú að þegja — þegja eins og steindauð síld. Eg lofaði að steinþegja. Kéli þagði um stund. Eg þóttist sjá, að hann væri eitthvað öðruvísi en hann átti að sér að vera. Eg vissi það á eftir, að hann hafði hreint og beint verið feim- inn við mig. — Eg þarf að hitta stúlku á Eyrinni, sagði hann loks, leit ekki á mig en lést vera að gæta að horfinu. — Hvað ætli eg geti gert að því, sagði eg og hélt, að nú væri hann að gabba mig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.