Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 73
IÐUNN
Kéli.
151
Við náðum inn til Eyrar í rökkurbyrjun, komumst að
bryggju og bjuggum um okkur þar. Ekki var hægt að
afferma um kvöldið vegna myrkurs. Vorum við skips-
menn því frjálsir ferða okkar.
Þegar við Kéli höfðum þvegið af okkur sjóseltuna og
síldarhreistrin, skift um föt og búið okkur að öllu leyti
svo vel og smekklega, sem unt var, lögðum við af stað
til Stínu. En fyrst þurfti Kéli að bregða sér inn í vín-
verslun og fá sér á vasaglasið. Hann kvaðst ekki geta
verið nægilega blíður við Stínu, ef hann væri ekki ofur-
lítið hreyfur. Hann fékk sér stundum staup, en drakk
gætilega, og var sama góðlynda, glaða tröllið við vín
og endranær.
Hann fór á bak við hús eitt og vætti kverkarnar.
Síðan bauð hann mér. Eg bragðaði á flöskunni en þótti
mjöðurinn rammur. Kéli kvað það gott vera, að eg tæki
svo lítið — hann fengi þess meira sjálfur.
Síðan var farið til Stínu. En við gripum í tómt. Okkur
var sagt, að Kristín væri farin út fyrir stundu, og mundi
koma seint heim.
Kéla þótti þetta hart — nú hefði hann gert sig glað-
an eingöngu vegna Stínu, og svo þurfti hún endilega
að vera á flangri út í bæ. Aldrei væri þetta kvenfólk
eins og það ætti að vera. Eg reyndi að sýna honum
fram á, að til einkis væri að fjasa um það. Stína kæmi
ekki að heldur. Hann stakk þá upp á, að við reikuð-
um um bæinn, ef við kynnum að hitta Stínu af tilviljun.
Eg var til í alt og félst á það. Svo »skásigldum við
allan bæinn«, eins og Kéli komst að orði, og rákumst
á konur í hverju spori. En engin þeirra var Stína. Kéli
var orðinn venju fremur þögull. Þó átti það ekki svo
að fara, að við sæjum ekki unnustu hans þetta kvöld.
Hann þóttist vera orðinn þur í hálsinum og þyrstur