Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 74
152 Jón Ðjörnsson: IÐUNN af göngulaginu. Það samdist um með okkur, að við færum bak við trjáviðarstafla, sem stóð neðan við göt- una, frammi við sjóinn, og þar skyldi Kéli taka upp pelann. Þegar því var lokið og við vorum að halda á stað aftur, tók hann með því heljarafli í handlegginn á mér, að eg varð allur máttlaus. Eg vissi ekki hvað til stóð — hélt að hann væri orðinn ölvaður um of, en þótti það þó ekki trúlegt. Kéli þoldi á við tvo eða þrjá. En þá benti hann mér þegjandi út með trjáviðarbúlkanum. Karlmaður og kvenmaður komu í áttina til okkar. Kéli hvíslaði að mér: Þarna er Stína! Þau staðnæmdust spölkorn frá okkur og voru í ákafri samræðu. Við dróg- um okkur örlítið til baka inn í slakka á búlkanum, svo þau urðu okkar ekki vör. En við sáum alt sem fram fór. — Nú skulum við athuga, hvað þau hafast að, hjúin, hvíslaði Kéli. Eg fann, um leið og hann lagðist upp að öxlinni á mér, að hann skalf allur. Mér fanst málið fara að verða alvarlegt. Orðaskil heyrðum við ekki til Stínu og þess, sem með henni var. En svo mikið heyrðum við, að hann var að telja Stínu á eitthvað, en hún virtist færast undan. Maðurinn var hinn áfjáðasti og stóð álútur og hallaði sér að henni. — Ef helvítis þrællinn kyssir hana, þá slæ eg hann í rot, sagði Kéli. Eg var ekki mikill fullhugi í þá daga og enginn bar- dagamaður. Mér þótti því þessi yfirlýsing vinar míns svakaleg. En eg vildi umfram alt sýna karlmensku, þó annað væri mér efst í hug, svo eg hvíslaði aftur: — Og rísi hann upp, slæ eg hann aftur í rot. — Ætli honum nægi það ekki, ef eg dangla eitthvað í hann, sagði Kéli.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.