Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 78
156 Jón Björnsson: IÐUNN Eg var því alveg samdóma, og lofaði að aðstoða Kéla við þetta fyrirtæki. Svo leið nóttin og næsti dagur. Við affermdum skip- ið, tókum salt og tunnur og matvæli. Mér sýndist Kéli taka fremur harðlega á flestum hlutum þennan dag — ekki vera eins mikill leikur í starfi hans og áður. Um kvöldið fór hann á vörð. Eg fékk leyfi til að vaka með honum. Nokkru áður hafði eg náð tali af Stínu, og sagt henni með allri þeirri festu og þeirri al- vöru, sem mér var gefin, að það mundi vera skynsam- legt fyrir hana að koma niður á skip eftir miðnætti, ef hún vildi ekki verða orsök í því, að Kéli gerði eitthvert óhappaverk. Mér er það enn minnisstætt, hve skelkuð hún varð. Hún spurði og spurði. En eg var þögull eins og gröfin. En sagðist mundi sækja hana, þegar best hentaði. Klukkan hálf tvö fór eg til móts við hana. Hún beið mín sunnan undir húströppunum — stóð þar í hnipri og skalf af kulda. Þótt mér fyndist hún eiga þessa meðferð skilið, hálfkendi eg í brjósti um hana. Mest vegna þess, hve hræðslan var áuðséð á henni við það, sem ske kynni. Hún tók enn til að spyrja mig, hvað gengi að Þorkeli, hvað hann ætlaði að gera og hvað hún ætti að gera til hans. Eg sagði sem fyr, að mér væri það alt hulið. Þegar að skipinu kom, hjálpaði eg henni yfir öldu- stokkinn og niður á þilfarið. Kéli stóð úti við borð- stokkinn hinum megin, hár og alvarlegur, þögull og þungbúinn eins og sá, sem er að kveðja ástir og æsku og steypa sér yfir í dauðans djúp. Eg dáðist að því, hvað hann gat leikið þennan harmleik vel. Alt var hljótt á skipinu. Skipverjar voru þreyttir og sváfu fast. Kolsvört haustnóttin grúfði yfir bænum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.