Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 80
158
Jón Björnsson:
IÐUNN
skal aldrei taka illa á móti þér framar — og alt af —
alt af elska þig!
— Þetta hefðir þú átt að segja í gærkvöldi, mælti
Kéli með sorgblandinni ró. Nú er það of seint. Mín
bíður nú ekkert annað en köld og vot gröfin. Hring-
arnir okkar liggja hérna í vasa mínum. Það er best,
að þeir fari sömu leiðina og eg. Þegar eg verð fisk-
aður upp hérna einhvern næstu daga, allur marflóétinn
og marglittuvafinn, þá getur Geiri sagt hvers vegna
að þetta urðu endalok mín.
Kéli lét nú fallast út fyrir borðstokkinn, en hélt sér
þó enn með höndunum. Hann hafði áður sagt mér, að
eg ætti að gefa eftir á kaðlinum, þegar hann segði mér
til. Hann gæti farið í sjóinn alt upp á hálsinn. Veðrið
væri hlýtt. Hann hagræddi sér utan á skipshliðinni
augnablik, slepti svo takinu af borðstokknum og sagði
um leið:
— Gefðu nú eftir, Geiri minn, og sleptu svo endan-
um, þegar eg segi þér.
— Æ — Jesús minn! kveinaði Stína. Eg held, að
þú drepir mig, Þorkell. Hún fór að æða um þilfarið og
hrópaði: Guð á himnum — hvað á eg að gera! Þor-
kell! Eg elska þig — veistu það ekki, maður!
— Nei, sagði Keli. Mér fanst ekkert mót á því í
gærkvöldi. Og elskan til mín hefir líklega ekki blossað
þessi ósköp upp í nótt. Gefðu betur eftir, Geiri! Eg
ætla aldrei að komast niður í sjóinn.
Nú rauk Stína í einhverju ofboði í mig og bjóst til
að rykkja af mér kaðlinum. En eg hafði svarið vini
mínum trúa fylgd í þessu máli og stjakaði Stínu því frá
mér. Þá laut hún út af borðstokknum og sá vatna um
herðarnar á Kéla. Um leið sagði hann: Gefðu enn meira
eftir, Geiri. Eg er nú bráðum ekki í tölu hinna lifandi.