Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 81
IÐUNN Kéli. 159 Nú gerði Stína úrslita tilraun og sagÖi hágrátandi: — Eg tek guð til vitnis um það — að eg skal giftast þér strax á morgun — eða í nótt — núna strax — ef þú hættir við þetta. — — Jesús minn — eg þoli ekki að horfa á þetta — hann er að drukkna! Kéli þagði um stund, en mælti svo: — Eg veit ekki, hvort eg má treysta á þetta loforð þitt, Stína. Kvennfólkið er svo brygðlynt1. En ef eg mætti treysta á þig, Stína mín, þá hætti eg ef til vill við þetta áform mitt. Við þetta lát á Þorkeli vayð Stína að vonum ákafari. — Þú mátt trúa mér — Guð einn veit, að þú mátt trúa mér. Strax á morgun skulum við verða hjón fyrir guði og mönnum. — Dragðu mig þá upp, Geiri, sagði Kéli. Eg heyrði að sauð niðri í honum hláturinn og sigurgleðin. Eg bjóst til að draga vin minn inn, og fanst þetta fyrirtæki okkar hafa hepnast ókjósanlega. En alt í einu létti skyndilega á kaðlinum, og um leið rak Kéli upp óp. Eg leit út af borðstokknum í dauðans ofboði. Kað- allinn hafði raknað af Kéla og hann var horfinn — sokkinn. Mér féllust hendur í bráðina. Þorkell var ekki syndur. I hug mér flaug, að hryllileg alvara ætlaði að verða úr þessu gamni. Stína var ekki verulega hughreystandi heldur. Hún var líkust grátandi leppahrúgu á þilfarinu. En eg sá, að eitthvað varð að aðhafast. Skipsbáturinn lá við hliðina. Eg leysti hann í mesta fáti, fleygði mér niður í hann og ýtti honum aftur með skipshliðinni. Straumur lá þannig, og bjóst eg því við, að Kéla mundi bera þangað. Enn ekkert sást fyrir svartamyrkri. Ofur- lítil stund leið, sem mér fanst ægileg og eilífðarlöng. En þá heyrði eg busl og ógurlegt skyrp og fruss rétt

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.