Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Qupperneq 7
IÐUNN
Elsta óöal á íslandi.
229
maður frá 1156 til dánardags 1170. LögsögumannsstarfiB
var þá mesta virðingarstaðan á landinu og völdust ekki
til þess aðrir en hinir ágætustu menn. Snorri hefir verið
friðsamur maður og kyrlátur, eins og best sést af því,
að honum tekst að sitja algjörlega hjá deilum nágranna
sinna Hvamms-Sturlu og Einars Þorgilssonar.
Eftir lát Snorra búa synir hans á Skarði, Narfi og
Þorgils. Voru þeir báðir prestvígðir. Þorgils Snorrason
gefur nálægt 1197 Sighvati Sturlusyni hálft Þórsnes-
ingagoðorð. Annars er þeirra bræðra lítið getið. Þorgils
deyr 1201 og Narfi árið eftir, 1202.
Sonur Narfa Snorrasonar var Snorri Narfason, Skarðs-
Snorri eða Snorri Skarðsprestur eins og hann tíðast er
nefndur. Hann bjó á Skarði og segir Sturlunga að hann
hafi verið manna auðugastur í Vestfjörðum. Snorri var
hinn mesti ágætismaður. Er hans oft getið og oftast að
því, að koma sáttum og griðum á með mönnum í róstum
Sturlunga-aldarinnar, eða við gerðardóma til að jafna
mál manna. Glögt dæmi um góðgirni hans er það, að
1241 býður hann Sturlu Þórðarsyni að ráða fyrir Reyk-
hólum, hvort sem hann vildi búa þar sjálfur eða fá þá
Orækju Snorrasyni. Gerði hann þetta til þess, að betur
greiddist sættir með þeim Orækju og Sturlu, og var
Órækja þó ekki æskilegur landseti eða nágranni. Annars
er þess getið, að hann væri hinn mesti ástvin Sighvats
Sturlusonar og sonar hans Sturlu. Voru synir hans oft
í bardögum og herferðum með Sturlungum, og einn
þeirra, Bárður, féll á Reykhólum með Tuma Sighvats-
syni. Skarðs-Snorri andaðist 1260 og hefir þá verið
orðinn gamall.
Af sonum Skarðs-Snorra koma tveir hér við sögu,
Bjarni og Narfi.
Bjarni Snorrason býr á Skarði eftir föður sinn. Hans