Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 9
IÐUNN Elsta óöal á lslandi. 231 föður sinn. Ormur hefir verið ungur er faðir hans lést. Hans er fyrst getið 1344, þá fer hann utan með Guð- mundi bróðir sínum. Ormur bjó á Skarði og kemur mjög við sögur. Tvisvar var hann lögmaður, 1359—1368 og aftur 1374—1375, og hirðstjóri var hann um eitt skeið. Á fyrri lögmannsárum hans, 1362, var hann í norðurför Smiðs Andréssonar og í Grundarbardaga. Fékk Ormur kirkjugrið í bardaganum og gat sér lítinn orðstír fyrir framgönguna. Að því lítur þessi vísa í kvæði Snjólfs skálds um Grundarbardaga: Frá ek stála storm mjök sturla Orm, þar er kysti kyrr kirkjunnar dyrr, kvaö liann þurfa þess at þylja vers; þó er bænin best honum byrgi mest. Tveggja sona Orms skal gefið hér, Guttorms og Guð- mundar. Guttormur Ormsson bjó í Þykkvaskógi og var veginn í Snóksdal 1381. Vegandinn hét Þorsteinn ]óns- son en ókunnugt er um tildrög vígsins. Guðmundur Ormsson var ribbaldi og óeirðamaður. Á jólunum 1385 fór hann með Eiríki nokkrum Guðmundssyni, er ef til vill hefir verið sonur Guðmundar föðurbróður hans, að Þórði nokkrum jónssyni og tóku hann höndum. Komu þeir síðan Ormi í málið, ef hann þá ekki hefir verið við það riðinn frá upphafi. Ormur nefndi dóm yfir Þórði. Var Þórður dæmdur til dauða og höggvinn eftir dóm- inum. Hverjar sakir þeir feðgar hafa gefið Þórði greinir ekki, en geta má þess til að Þórður hafi verið bróðir Þorsteins þess er Guttorm vó, og að aftaka hans hafi verið hefnd. Þetta verk þótti níðingsverk og mæltist illa

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.