Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 10
232 Ólafur Lárusson: IÐUNN fyrir. Segja annálar að þeir Guðmundur og Ormur hafi verið þröngdir með manngangi á þingi, en að bein Þórðar hafi verið flutt í Uirkjugarð í Stafholti eftir sUip- an officialis og samþyUUi allra lærðra manna og hyggi menn hann helgan mann. Er þess og getið 1390, að sUriða féll á bæinn í Búðarnesi og önduðust 12 menn, en einn lifði í húsbrotunum og hafði heitið á Þórð Jónsson. Greftrun Þórðar í Uir-Ujugarði sýnir, að menn hafa talið að hann væri dæmdur saUlaus, því ódáðamenn áttu eUUi UirUjugræft, og trúin á helgi hans, að menn hafa talið aftöUu hans morð. Var það almenn trú á þeim tímum, að þeir menn væru helgir er myrtir væru saU- lausir. Því segja Sólarljóð um ræningjann, er myrtur var sofandi af manninum, er hann veitti húsasUjól: ~ Helgir englar kómu ór himnum tífan ok tóku sál hans til sín; í hreinu Iífi hon lifa skal æ með almátkum guði. Eftir þessi stórræði var þeim EiríUi og Guðmundi eUUi fritt hér á landi og fóru þeir utan árið eftir (1386). En eitthvað meira hefir sögulegt gerst áður en þeir færi, því annálar geta þetta ár um það að rán og stuldir væri í Sunnlendinga- og Vestfirðinga-fjórðungi af mönn- um Guðmundar Ormssonar. Af utanförinni er það að segja, að EiríUur Uom út næsta ár, (1387) og var þá Uominn til æðstu valda í landinu, orðinn hirðstjóri. En sUammvinn varð sú tign, því hann var veginn árið eftir (1388). Sama ár segja annálar að Guðmundur Ormsson hyrfi um nótt í Færeyjum »með undarlegum hætti«. Ormur lögmaður lifði þessa sonu sína langa stund og varð gamall maður. Er hans síðast getið 1401, þá er

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.