Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 13
IÐUNN Elsta óöal á íslandi. 235 þau Páll bjuggu á Skarði og í arfleiðsluskrá sinni gaf Solveig sonum sínum og Páls, ]óni og Þorleifi, Skarð með 17 tilliggjandi jörðum þar á Ströndunum. Solveig dó 1495 og Páll bóndi hennar var veginn árið eftir (1496). ]ón sonur Páls og Solveigar dó í æsku, ef til vill á undan föður sínum. Hinn bróðirinn, Þorleifur Pálsson, var barn að aldri, er hann misti foreldra sína. Varð Ormur ]ónsson, föðurbróðir hans, fjárhaldsmaður hans og bjó á Skarði meðan Þorleifur var í æsku, en þegar Þorleifur var orðinn fulltíða tók hann sjálfur við Skarði og bjó þar síðan alla æfi. Þorleifur var vel metinn mað- ur, sýslumaður lengi, og lögmaður var hann árin 1541 — 1546. Voru þá siðskiftadeilurnar farnar að harðna og sagði hann því lögmannsdæminu af sér. Þorleifur var vitur maður, friðsamur og óáleitinn, en fastur fyrir ef á hann var leitað og var þá ekki allra færi við hann að fást. Sannaðist það í viðskiftum hans við ]ón biskup Arason. ]ón biskup þóttist hafa sakir á hendur Þorleifi og sendi síra Þorlák Hallgrímsson á Staðarbakka, 1549, við sextánda mann vestur í Dali, þess erindis að taka Þorleif höndum. Um tilefni fararinnar vita menn ekki með vissu, en vera má að biskup hafi ætlað að hafa það að átyllu fyrir handtöku hans, að hann stæði í óbættum sökum við heilaga kirkju um kvennamál, en Þorleifur var ærið breiskur í þeim sökum. Karlmenn voru fáir heima á Skarði er Norðlendingar komu. Tók Þorleifur því það ráð, að hann lét reka hross heim í traðir og kvennfólkið lét hann klæðast karlmannsfötum og standa með vopnum úti fyrir dyrum. Norðlendingar sáu þennan viðbúnað og hugðu að liðsfjöldi væri fyrir. Hurfu þeir því aftur við svo búið. ]óni biskupi þótti erindi manna sinna lítið orðið og kvað skopvísur um förina:

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.