Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Qupperneq 16
238
Ölafur Lárusson:
IÐUNN
væri, »góður, vel stiltur og örlátur maður, vildi engu
embætti bindast«. Þorsteinn dó árið 1700. en Arnfríður
lifði til 1736.
Þorsteinn og Arnfríður átti fjórar dætur. Ein þeirra,
Elín Þorsteinsdóttir, giftist 1704 Bjarna sýslumanni Pét-
urssyni á Staðarhóli. Var hann í beinan karllegg af-
komandi hins nafnkunna manns Páls ]ónssonar á Stað-
arhóli (Staðarhóls-Páls). Hlutu þau Skarð í erfð eftir
foreldra Elínar, og bjuggu þar síðan. Bjarna er svo lýst
að hann hafi verið stórgerður maður og höfðinglyndur,
örlátur mjög svo að fé gekk af honum fyrir þá sök, vel
viti borinn og sæmilega lærður. Hann varð háaldraður
maður, andaðist 86 ára, 1768, Elín kona hans var þá
dáin fyrir löngu (1746).
Miklar ættir eru komnar af þeim Bjarna og Elínu.
En hér kemur að eins eitt af börnum þeirra við sögu,
Eggert Bjarnason, er tók við búinu á Skarði á efri ár-
um föður síns. Eggert hafði í æsku verið við nám hjá
Jóni prófasti Halldórsyni í Hítardal. Síðan fór hann í
'þjónustu Benedikts lögmanns Þorsteinssonar í Skriðu og
kvæntist nyrðra prestsdóttur frá Völlum í Svarfaðardal.
Bjó hann á ýmsum stöðum nyrðra og vestra, þar til er
hann tók við búinu á Skarði. Þar bjó hann fram til
1770. Þá brá hann búi og var síðan í húsmensku á
Skarði fram undir 1780, en fór þá til tengdasonar síns
Magnúsar sýslumanns Ketilssonar í Búðardal og dó þar
1782, 76 ára gamall.
Dóttir Eggerts, Ragnhildur Eggertsdóttir, giftist 1765
Magnúsi Ketilssyni og var fyrri kona hans. Erfðu þau
Skarð eftir Eggert. Eigi bjuggu þau þó á Skarði heldur
í Búðardal. Magnús Ketilsson er alkunnur maður og var
■einhver ágætasti maður sinnar tíðar, fræðimaður mikill