Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 17
ÍUÐNN Elsta óöal á íslandi. 239 og höfðingi. Hann dó 1803, 71 árs gamall, en Ragn- hildur 10 árum fyr (1793). Sonur Magnúsar og Ragnhildar var Skúli Magnússon, sem heitinn var eftir ömmubróður sínum Skúla fógeta. Skúli var settur til menta, sigldi til háskólans í Kaup- mannahöfn og tók þar lögfræðispróf 1796. Sama ár varð hann aðstoðarmaður föður síns í sýslumennskunni og fékk sýsluna eftir hans dag. Arið 1797 reisti hann bú á Skarði og bjó þar til æfiloka. Erfði hann nokkurn hluta jarðarinnar eftir foreldra sína en leysti til sín erfðahluta systkyna sinna, svo að hann eignaðist jörðina alla. Kona hans var Kristín Bogadóttir frá Hrappsey. Skúli dó 1837, 69 ára gamall. Bogi á Staðarfelli lýsir honum á þessa leið. »Framkvæmdar- og búmaður var hann utanhúss í betra lagi og séður í mörgu, mesti risnumaður, gjöfull við snauða menn og þó veglátur; af náttúru var hann góður maður og vildi bjarga öllum nauðstöddum. Ber- orður stundum við fólk sitt og sýslubúa, einkum við öl, mjög eftirgefandi í tekjum og þó auðmaður. Hann mun hafa haft meðalgáfur, en lagði sig lítið eftir lærdóms- mentum eða fræðibókum, á sínum seinni árum. Sýslubúar hans unnu honum hugástum, einkum bændafólk«. Sonur Skúla og Kristínar var Kvistján Skúlason Magnussen. Hann tók próf í dönskum lögum við Hafn- arháskóla 1827, og varð sýslumaður í Snæfellsnessýslu árið eftir, en fékk Dalasýslu eftir föður sinn og flutti þá að Skarði. Hlaut hann nokkuð af jörðinni að erfð eftir föður sinn en leysti hitt til sín frá systkynum sínum, og bjó þar jafnan síðan. Kristján sýslumaður, kammerráðið á Skarði, sem hann tíðast var nefndur, var atorku- og búsýslumaður hinn mesti, einkennilegur og stórgerður og höfðingi að fornum sið. Kona hans Ingibjörg Ebenesers- dóttir, sýslumanns Þorsteinssonar í Hjarðardal var mesta

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.