Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 22

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 22
244 Einar H. Kvaran: ÍÐUNN sljákkar í henni. En hún getur ekki fyrirgefiÖ. Ólafi hafði jafnvel ekki komið það til hugar. Svo gagntekinn er hann af hugsuninni um eigur sínar, að áratugum saman hefir honum aldrei komið til hugar, að hann hafi neitt grætt á þeim viðskiftum að láta af hendi nokkurar rollur og fá í staðinn þá konu, sem hafði gert hann að lánsmanni. »Krítíkin« lítur eins á það og Ólafur, svo að það væri víst rangt að lá honum þetta, þó að mig gruni, að um þetta verði skiftar skoðanir, og einhverjir líti annan veg á þetta en þeir Ólafur og Nordal. En hvað sem því líður þá var auragirndin ríkari en svo, að nokkur fyrirgefning gæti komist þar að. Sérstaklega fyrir það, að Ólafur kom sér ekki fyrir með að hefna sín. »Ef eg hefði hýtt hann«, sagði hann, »þá hefði eg lík- legast fyrirgefið honum í sama bili. Eg hefði þá hugsað sem svo, að nú hefði hver étið sitt. En hann hafði það af mér, eins og alt annað«. Með allri dýrkun S. N. á fyrirgefningarleysinu og hefndarhuganum ætti hann að geta unað þessum sögu- lokum sæmilega. Hann gerir þau að árásarefni á mig — eg veit ekki fyrir hváð. En úr því að eg fer að minnast á söguna »Alt af að tapa«, þá get eg ekki bundist þess að þakka S. N. fyrir eina setningu í umræðum sínum um hana. Hún hefir verið mér til svo mikillar skemtunar. Hún er það vitur- legasta og »djúphugsaðasta« í allri þessari ritgerð hans. Hann segir, að væri þessi saga gamalt æfintýri, mundi enginn þjóðsagnafræðingur hika við að segja, að hún væri sett saman af þrem brotum eftir þrjá höfunda. Þetta er alveg óvenjulega líklega til getið, einkum ef þjóðsagnafræðingurin'n væri þá jafnframt norrænufræð- ingur. Auðvitað hafa norræmifræðingarnir fært okkur mikinn fróðleik og oft hefir verið ástæða til að vera

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.