Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 25
IÐUNN Kristur e&a Þór. 247 Og fóstran segir ekkert annað en þetta, þó að hún segi það með nokkuð öðrum orðum. ' Þrásinnis ber það við, að vér þurfum ekki að skifta um tilverustig til þess að sjónarmiðið breytist að fullu. Eg á ekki við það, að sjónarmið fullorðinna manna er annað en barnanna. Eg á við það, að sjónarmið fullorð- inna rnanna breytist. Eg held ekki, að sá maður sé til, sem kominn er á efri ár og nokkura verulega lífsreynslu hefir fengið, og ekki hefir veitt því eftirtekt, að það, sem menn hafa talið sitt þyngsta böl, hefir stundum orðið þeirra mesta gæfa. Jafnvel hér í heimi komumst vér þráfaldlega svo langt, að vér sjáum, að »áhyggjur okkar og sorgir og móðganir og reiði« og annað, sem þjáir okkur, er árangur af skammsýni okkar og ófullkomleik- um, eða það, sem fóstran nefnir »skuggar af hrófatildri heimskunnar*. Hvers megum vér þá vænta, þegar vér erum komnir þangað, sem takmarkanirnar eru miklu minni og útsýnið margfalt meira? Mér virðist það ekki eingöngu rökrétt ályktun, heldur líka óumflýjanleg hugsun, að þá breytist allar skoðanir vorar á jarðlífinu, þar á meðal á and- streyminu. Þeir, sem sannfærst hafa um það af römmum rökum, að samband hafi náðst við framliðna menn — og þeir eru nú orðnir æði margir, og ekki meðal hinna lökustu né fáfróðustu né gáfnaminstu manna veraldarinnar — þeir vita það, að einmitt þessu, sem eg hefi nú verið að halda fram, er stöðugt verið að halda að oss frá öðrum heimi. Eg skal rétt til dæmis benda á bréfin frá Júlíu »Eftir dauðann*, sem eru ein af merkilegustu ensk- um bókum 19. aldarinnar, »klassiskt rit«. Júlía minnist hvað eftir annað á þetta breytta sjónarmið. Meðal ann- ars talar hún um það, að ekki sé í hennar heimi litið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.