Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 29
IÐUNN Krislur eða Þór. 251 furðu barnalegar — að hann hafi orðið eins og stein- hissa á því, þegar hann komst að því, að »ilska manns- ins var mikil á jörðinni«, og að þá hafi hann iðrast þess að hann hafði skapað mennina og »sárnað það í hjarta sínu« — að hann hafi fyrir því afráðið að afmá menn- ina af jörðunni — og að hann hafi þar á eftir hætt við það áform sitt. Drottinn tilverunnar er áreiðanlega mikið gáfaðri og fastari í rásinni en menn héldu um það leyti, sem syndaflóðssagan var færð í letur. Hann hefir víst vel vitað, hvað hann var að gera, þegar hann lét mann- lífið hefjast á jörðunni. Sá, sem sett hefir sólkerfin í gang og hugsað út lögmál alheimsins, bæði fyrir andann og efnið, hefir víst haft næga vitsmuni til þess að fara nærri um það, hvernig fara mundi fyrir börnum sínum á jörðunni, eins og í garðinn var búið fyrir þau. Þau eru sett, mjög ófullkomin, inn í mjög takmarkað- an heim. Þeim er í fyrstu ekkert lagt upp í hendurnar; þau eiga að brjótast áfram og bjarga sér sjálf. Þau vita ekkert um afstöðu sína til höfundar tilverunnar, ekkert um uppruna sinn, ekkert um ákvörðun sína. Þau vita ekkert um annað en það, að einhvern veginn verða þau að sjá sér borgið. Smám saman fer að safnast saman hjá þeim reynsla, þeim til leiðbeiningar, dýrkeypt reynsla, fengin með hálfgerðu villidýralífi, fengin með þjáningum, blóðsúthellingum, grimd — mestmegnis fengin með því, sem vér nefnum nú synd. Þegar tímar líða lengra fram, fara þau við og við að fá opinberanir frá æðri heimum, sem að sjálfsögðu eru sniðnar eftir þroska þeirra til þess að veita slíku viðtöku, og háleitar hugsjónir táka að myndast. Það er mesta æfintýri mannlífsins, að eftir alla eigingirni-streituna, sem mennirnir hafa verið settir í, koma þeir auga á það, að fegursta hugsjón lífsins sé Sjálfsfórnin, baráttan fyrir aðra, kærleikurinn, og að eigin-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.