Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 39
IÐUNN Kristur eÖa Þór. 261 S. N. ber mér það á brýn, að eg sé að leika mér með háskalegar lífsskoðanir. Eg hefi á efri árum æfi minnar verið að reyna að læra að skilja lífsskoðun ]esú frá Nazaret, og þeirrar tilraunar hefir kent nokkuð í bókum mínum. Það er háskinn. Það ræður þá að líkindum, að eg muni ekki vilja koma því inn hjá mönnum, að engin synd sé til, eins og S. N. dróttar að mér. Eg geri ráð fyrir, að enginn hafi haft ljósari meðvitund um syndina í veröldinni og afleið- ingar hennar en ]esús Kristur. Það yrði líka að vera meira en meðalfífl, sem liti kringum sig í heiminum og sæi ekki syndina. En þrátt fyrir hina ríku meðvitund ]esú um syndina er ekkert, sem hann varar meira við en hörðum dóm- um, ekkert, sem hann heldur fastara að mönnum en miskunnsemin og fyrirgefningin. Hvernig verður því komið heim? S. N. botnar auðsjáanlega ekkert í því. Mér finst það ekkert sérstaklega torskilið. ]esús er óumræðilega miklu vitrari en samtíðarmenn hans. Hann skilur það, að syndin er miklu flóknara mál en menn halda. Hann ætlar föður sínum á himnum að greiða úr ábyrgð hvers einstaks manns. Hann treystir engum manni til þess. Að hinu leytinu sér hann það, að hörðu dómarnir eru bæði runnir upp af spiltu hugarfari og auka líka stöðugt spillinguna. Fyrir því eiga mennirnir, eftir hans kenning, að varast hörðu dómana. Þeir eiga í þeirra stað að leggja stund á miskunn. Þeir eiga að fyrirgefa. ]esú kemur ekki til hugar með þessu að draga úr því, að menn séu strangir í kröfum og dómum um sjálfa sig, eins og S. N. telúr hljóta að verða afleiðinguna af þessum hugsunarhætti. Hver sem les guðspjöllin með at- hygli hlýtur að sjá það, að það er enginn barnaleikur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.