Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 42
264
Einar H. Kvaran: Kristur eða Þór.
ÍÐUNN
sjá engin önnur ráð en niðurfall saka, að svo miklu
leyti, sem unt er. Þeir sjá engin önnur ráð en reyna að
uppræta ofbeldisviljann og hefndarhugann. Þeir sjá
engin önnur ráð en að kenna mönnunum að fyrirgefa.
Þeir trúa áreiðanlega ekki á blóðugan guð.
Einar H. Kvaran.
Tvö kvæði
eftir Böðvar Gitðjónsson frá Hnífsdal.
Allie.
Dagur líður, nóttin nálgast.
Næturlíf er öllu fegra.
Segðu mér það, væna vina.
Veistu nokkuð yndislegra?
Ljósið þver, en rökkur ræður.
Rósamál af vörum streymir.
Hátíð, fólgna í helgi nætur,
hugann unga stöðugt dreymir.
Hár þitt ljóst, þín leiftrandi augu,
laða hug minn, seiða, ginna.
I þér hef eg einni fundið
æðstu fylling vona minna.
Við, sem unnum lífi og ljóðum,
listum, fegurð, söng og gleði,