Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 47

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 47
IÐUNN Brot úr feröasögu. 269 stigu á skipsfjöl og vonum bráðar er lagtafstað. Alt gengur hljóðlega og greiðlega. Hér eru ekki org og óhljóð eins og niður við »01ympic«, þegar eg fór frá New-York. Það dimmir af nóttu og landið hverfur. Nú er tími til að skoða sig um og átta sig. »Montcalm« er »lítið« skip, 16,400 smálestir, en það er útbúið með öllum þeim þægindum, er nú eru gerðar kröfur til. Það varð mér svo hugþekt, að eg má til að fara um það nokkrum orðum. »Montcalm« er heitið eftir franskri hetju, er á þeim árum, er Canada var ungt land og áhöld voru þar um yfirráð milli Frakka og Englendinga, stýrði frönsku herliði og varði Eng- lendingum landið, uns hann var ofurliði borinn og féll í Quebec, við mikinn orðstír. Nú lætur enskt félag eitt sinna beztu skipa bera nafn hans. Það eru viðbrigði að koma af Lagarfossi á »Montcalm«. Hér er rúmlegt og alstaðar íburðarlaust skraut. Þilför eru mörg hvert niður af öðru. Neðst er borðsalur, á hinum þilförunum eru samkvæmis- lestrar- og reyksalir. Tala farþegaklefa er »legio«. Hér þurfa konurnar engar áhyggjur að hafa af krökkunum, þau hafa sérstök leikherbergi og leggur skipið til stúlkur að líta eftir þeim. Læknir er hér og hjúkrunarkonur.sölubúð og rakarastofa og hárgreiðslustofa, og í prentsmiðju skipsins k'emur daglega út fréttablað. Næsti dagur rann upp heiður og fagur. Það er sunnu- dagur. Guðsþjónusta er haldin; þeim fagra sið fylgja öll ensk skip. Nú erum við á ferð meðfram ströndum írlands. Landið kemur kunnuglega fyrir sjónir. Klettótt fjallshlíð með sjó fram, en inni í landi snævi þaktir tindar. En brátt hverfa ystu skerin við Londonderry. Landið fjarlægist og sígur í sjó. Nú liggur Atlantshafið framundan með breiðum, sólgáruðum bylgjudölum. Flestir hafa flýtt sér að ná í stól og njóta sólfarsins á þiljum uppi.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.